Íslensk Ćttleiđing

Hafđu samband

Ćttleiđing frá Tékklandi

Samstarf Íslenskrar ættleiðingar við ættleiðingaryfirvöld í Tékklandi hófst 2004. Börnin koma af ríkisreknum barnaheimilum víðsvegar um landið. Ţau eru oftast milli tveggja og þriggja ára gömul og aldrei yngri en 18 mánaða, en einnig er hægt að sækja um ættleiðingu eldri barna upp að 10 ára. Flest eru þau af uppruna Roma fólks, þ..e. sígauna, og algengara er að drengir séu ættleiddir úr landi. Sjö börn hafa verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands en fyrsti drengurinn kom árið 2007. Árið 2010 voru ættleiddir tveir drengir, árið 2011 komu einnig tveir drengir og árið 2012 kom ein stúlka og einn drengur.

Tékkland er ekki stórt ættleiðingarland en síðastliðin ár hafa tiltölulega fá börn verið ættleidd frá landinu, en að sama skapi eru fáar umsóknir þar. Um 90 umsóknir, þar af 10 frá íslenskum fjölskyldum bíða afgreiðslu hjá ættleiðingaryfirvöldum í Brno, en fjöldi ættleiðinga frá Tékklandi voru 36 árið 2010, 41 árið 2011 og 45 árið 2012.
Barnaheimili í Tékklandi búa við mun betri aðbúnað en víða annars staðar í Austur-Evrópu. Danir og Svíar hafa ættleitt börn frá Tékklandi síðustu árin og eru ánægðir með umönnun barnanna og ættleiðingarferlið þar.

Læknisvottorð og aðrar upplýsingar sem væntanlegir foreldrar fá eru ítarlegar. Börn
með miklar þroskatruflanir eða fatlanir eru yfirleitt ekki ættleidd. Hægt er að sækja um systkini, enda leggja Tékkar mikið upp úr því að systkini fái að vera saman á nýjum heimilum, og getur verið að slík umsókn gangi hraðar fyrir sig en umsókn um eitt barn. Ţað sama á við um umsóknir um eldri börn. Dæmi eru um að haft sé samband við fjölskyldu sem hefur ættleitt barn frá Tékklandi ef systkini þess þurfa á nýjum foreldrum að halda.

Engar reglur eru um hámarksaldur umsækjenda, er þó er náttúrulegur aldursmunur foreldra og barna hafður til hliðsjónar og fara yngstu börnin ekki til foreldra eldri en 45 ára. Ţó hafa yfirvöld í Tékklandi samþykkt að senda ung börn til foreldra þar sem faðirinn er yfir 45 en móðirin þá töluvert yngri. (Hafa ber í huga að íslensk yfirvöld heimila fólki eldra en 45 ára ekki að sækja um forsamþykki).

Barnlausir umsækjendur eru almennt settir í forgang í Tékklandi. Ţó ganga hagsmunir barnsins alltaf fyrir, þannig að ef tékknesku sérfræðingarnir telja barni betur borgið í fjölskyldu þar sem önnur börn eru fyrir, er farið eftir því.

Tekið er við umsóknum einhleypra, en þær mega þó ekki vera mjög margar samkvæmt upplýsingum frá lögmanni ættleiðingaryfirvalda. Mælt er með því að einhleypir sækji um eldra barn, systkini eða barn með skilgreindar þarfir, því almennt berast nægar umsóknir frá hjónum um heilbrigð lítil börn.

Meðal skilyrða er:
• Umsækjendur senda sálfræðimat með umsókn sinni.
• Umsækjendur mega ekki vera á sakaskrá.

Stuttur tími líður frá því að upplýsingar um barn berast og þar til foreldrarnir fara út til að sækja það, eða 2-8 vikur. Dvöl í Tékklandi er oftast 2 - 4 vikur (fer eftir hvernig barninu gengur að tengjast nýjum foreldrum) og er dvalið þann tíma í húsnæði á vegum barnaheimilisins, oftast í íbúð á barnaheimilinu sjálfu eða í íbúð nálægt því. Í fyrstu fá foreldrar að hitta barnið tvisvar á dag í nokkra tíma í senn, og þegar starfsfólk barnaheimilisins metur að barnið sé tilbúið til þess taka foreldrarnir barnið til sín og annast það undir eftirliti starfsfólksins.

Ferðin hefst og endar á heimsókn tilættleiðingar yfirvalda í Brno. Foreldrarnir verðandi mæta fyrst einir þangað, fara svo á barnaheimilið og fara loks í lok dvalarinnar með barnið á skrifstofuna í Brno þar sem þau fá afhent vegabréf barnsins og skrifa undir fóstursamning. Fyrst þá mega foreldrarnir fara úr landi með barnið.

Ćttleiðingin fer ekki fram í Tékklandi, heldur eftir að barnið er komið til foreldra sinna á Íslandi. Sækja má um ættleiðingu eftir að þriðja skýrslan hefur verið send til yfirvalda í Tékklandi sex mánuðum eftir að barnið er komið heim. Ţví geta liðið um níu til 12 mánuðir þangað til að endanlega er gengið frá ættleiðingu og réttaráhrif staðfest á Íslandi.

Skýrslugerð: Félagsráðgjafi og læknir gera níu skýrslur/vottorð sem Íslensk ættleiðing sendir tékkneskum yfirvöldum eftir að barnið kemur til nýrra foreldra. Myndir þurfa að fylgja öllum skýrlsum. Skýrslurnar eru sendar:

1. Einum mánuði eftir að barnið kemur heim
2. Ţremur mánuðum eftir að barnið kemur heim
3. Sex mánuðum eftir að barnið kemur heim
4. Níu mánuðum eftir að barnið kemur heim
5. Tólf mánuðum eftir að barnið kemur heim
6. Átján mánuðum eftir að barnið kemur heim
7. Tuttugu og fjórum mánuðum eftir að barnið kemur heim
8. Ţrjátíu og sex mánuðum eftir að barnið kemur heim
9. Fjörutíu og átta mánuðum eftir að barnið kemur heim
Biðtími: Tvö og hálft til þrjú ár.

Upplýsingar um kostnað veitir skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar.

Ćttleiðingarstyrkir kr. 526.080 eru greiddir eftir staðfestingu réttaráhrifa.

Myndir af umsóknarferlum varðandi umsókn um ættleiðing barns frá Tékklandi:
Ţetta eru fjórar myndir sem lýsa umsóknarferli á Íslandi, umsóknarferli í upprunalandinu, lokum biðtíma með upplýsingum um barn og loks ferðalaginu út og því sem gerist fyrst eftir að heim er komið.
Best er að hægrismella á myndirnar og skoða þær í nýjum glugga í vafranum eða hlaða þeim niður og skoða stakar á skjá eða prenta þær á pappír.

Upplýsingar um kostnað veitir skrifstofa Í.Ć.

 

Ćttleiðingarstyrkir kr. 526.080 eru greiddir eftir komu barns til Íslands.

Myndir af umsóknarferlum varðandi umsókn um ættleiðing barns frá Tékklandi:

Ţetta eru fjórar myndir sem lýsa umsóknarferli á Íslandi, umsóknarferli í upprunalandinu, lokum biðtíma með upplýsingum um barn og loks ferðalaginu út og því sem gerist fyrst eftir að heim er komið.
Best er að hægrismella á myndirnar og skoða þær í nýjum glugga í vafranum eða hlaða þeim niður og skoða stakar á skjá eða prenta þær á pappír.

1.Tékkland ÍĆ - Umsóknarferli á Íslandi. Útgáfa T0101092010

2.Tékkland ÍĆ - Umsóknarferli í upprunalandi. Útgága T0201092010

3.Tékkland ÍĆ - Biðin, endar með upplýsingum um barn. Útgáfa T0301092010

4.Tékkland ÍĆ- Ferðalagið og fyrst eftir að heim er komið. Útgáfa T0401092010