Íslensk Ćttleiđing

Hafđu samband

Ćttleiđing frá Póllandi

Hinn 24. júní 2010 sameinaðist félagið Alþjóðleg ættleiðing félaginu Íslensk ættleiðing. Alþjóðleg ættleiðing hefur haft löggildingu til að annast milligöngu um ættleiðingar frá Póllandi en að fenginni heimild Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins mun Íslensk ættleiðing annast þessa milligöngu.

 

Lýðveldið Pólland er níunda stærsta land Evrópu. Pólland liggur að Ţýskalandi, Tékklandi, Slóvakíu, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Litháen og eru íbúar landsins um 38 milljónir talsins. Opinbert tungumál landsins er pólska.

 

Ćttleiðingartengdar upplýsingar
Stofnun Ćttleiðingarmála í Varsjá er æðsta vald í ættleiðingarmálum, öll mál útlendinga verða að fara í gegnum hana. Svo eru kjörforeldrarnir sendir á barnaheimili í aðlögunarferlinu. Tvö börn hafa verið ættleidd frá Póllandi til Íslands.
Um tvenns konar ferli er að ræða, annars vegar ferlið sem skilgreint er á ættleiðingarmiðstöð pólska ríkisins (SAC) og hins vegar ferlið sem unnið er eftir hjá frjálsu pólsku ættleiðingarsamtökunum (SAF). Ţegar um mismunandi málsmeðferð er að ræða á milli þessara tveggja aðila, verður það tekið sérstaklega fram hér á eftir.

Biðtími frá því pappírar berast til landsins:Biðtíminn er nokkuð breytilegur eftir því hvaða óskir væntanlegir kjörforeldrar setja fram um aldur barns. Ef foreldrarnir eru t.d. tilbúnir til að taka að sér systkini (3 eða fleiri) getur biðtíminn verið mjög stuttur, allt niður í 6 mánuði. Ţetta er þó mjög misjafnt, eftir því hvenær umsókn kemur inn og hvaðan nákvæmlega er ættleitt. 

Biðtími frá því barn er fundið og þar til fara má að sækja það:Væntanlegir kjörforeldrar hafa tvær vikur til að ákveða hvort þeir vilja taka að sér það barn sem þeim er boðið. Eftir það líður skammur tími (örfáar vikur) þangað til fyrsta heimsókn á sér stað.

Dvalartími í landinu:
Hjá SAC er um þrjár heimsóknir að ræða; Fyrsta heimsókn til að kynna foreldrana fyrir yfirvöldum. Önnur heimsókn til að heimsækja barnaheimilið og fá helstu upplýsingar um barnið, hagi þess og heilsufar. Ţriðja heimsókn er svo lengst, en þá fá væntanlegir kjörforeldrar barnið í fóstur um 6-8 vikna skeið þar sem fylgst er með þeim af ættleiðingaryfirvöldum.  Ţeirri heimsókn lýkur með formlegu samþykki pólskra yfirvalda á ættleiðingunni.
Hjá SAF er um tvær heimsóknir að ræða: Sú fyrsta er heimsókn á barnaheimilið, sambærileg þeirri nr. 2 hjá ríkisættleiðingarstofnuninni og önnur heimsóknin er sú langa sem tekur um 6-8 vikur.

Mega einhleypir ættleiða frá landinu?Já, í gegnum SAF.

Kröfur landsins um aldur kjörforeldra:Engar skrifaðar reglur eru til um aldur kjörforeldra í Póllandi, en vinnureglan er að foreldrar séu ekki meira en 40 árum eldri en börnin.
Hér þarf einnig að taka tillit til reglna íslenska ríkisins um aldur umsækjenda.

Aldur barna sem ættleidd eru frá landinu:Börnin sem gefin eru til alþjóðlegrar ættleiðingar frá Póllandi eru flest 5 ára eða eldri eða hafa einhverjar sérþarfir, eru með sjúkdóma eða þroskafrávik.
Ástæða þessa er að yngri börn og heilbrigð eru flest ættleidd innan Póllands.

Aðrar kröfur eða upplýsingar:Ţar sem flest þau börn sem ættleidd eru frá Póllandi eru með sérþarfir eða þroskafrávik, er ætlast til þess að foreldrarnir hafi undirbúið sig sérstaklega fyrir þær aðstæður sem upp gætu komið í framhaldinu.

Biðtíminn:Frá sex mánuðum og upp í nokkur ár, allt eftir óskum kjörforeldra um aldur barns og almennt ástand.

Skilyrðin:
Væntanlegir kjörforeldrar séu orðnir 25 ára og almennt ekki meira en 40 árum eldri en barnið sem ættleitt er
Hjúskapur er nauðsynlegur þegar par ættleiðir og þarf að hafa staðið a.m.k. þrjú ár.
Umsækjendur þurfa að vera fjárhagslega sjálfstæðir og geta sýnt fram á að geta framfleytt sér og barninu sem þeir hyggjast ættleiða
Ćttleiðingar samkynhneigðra eru ekki leyfðar í Póllandi
Forsamþykki og öll gögn sem send eru til Póllands með umsókninni þurfa að vera nýleg.

Lög og reglur:Ţar sem Pólland er aðili að Haag sáttmálanum eru reglurnar þar í landi mjög sambærilegar þeim íslensku. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um pólsk lög um ættleiðingar.

UMSÓKNIN
Umsókn samin af foreldrum, meðfylgjandi myndir af væntanlegum kjörforeldrum, heimili þeirra og fjölskyldu.
Fæðingarvottorð beggja væntanlegra kjörforeldra
Hjúskaparvottorð ef um hjón er að ræða
Sakavottorð umækjenda
Upplýsingar um fjárhagsstöðu umsækjenda (t.d. afrit af skattskýrslum síðustu tveggja ára)
Staðfesting ríkisborgararéttar (vottorð frá þjóðskrá, afrit vegabréfs)
Læknisvottorð
Skýrsla frá félagsþjónustu
Meðmæli frá löggiltu ættleiðingarfélagi
Forsamþykki frá Sýslumanninum í Búðardal

BÖRNIN
Munaðarleysi í Póllandi er almennt vegna aðstæðna á heimilum. Börnin hafa flest alist upp hjá foreldrum sínum fyrst um sinn, en verið tekin frá þeim, oftast nær vegna vanrækslu. Ţónokkuð er um fósturskaða vegna áfengisneyslu móður á meðgöngu (FAS).
Börnin eru almennt orðin a.m.k. fimm ára þegar þau eru gefin til alþjóðlegrar ættleiðingar.

FERĐALAGIĐ
Einfalt er að ferðast til Póllands í dag, þar sem Iceland Express flýgur beint til Varsjár og Krakár.
Fyrri ferðirnar tvær eru stuttar, en sú síðasta stendur venjulega í 6-8 vikur. Ţá leigja væntanlegir kjörforeldrar sér íbúð til að dvelja í með barninu á meðan þau hafa það í sinni umsjá. Venjulega er hægt að fá aðstoð barnaheimlisins við að finna húsnæði við hæfi.
Nánar um ferlið:
Skref 1:
Forsamþykkisferli í heimalandi kjörforeldra.
Skref 2:Beiðni kemur til ættleiðingarmiðstöðvarinnar í Varsjá. Með beiðninni þarf að fylgja forsamþykki frá landi kjörforeldra. Ţá fer umsóknin á biðlista landsins.
Skref 3:Ef finnst barn, er haft samband við kjörforeldrana og þeim boðið barnið.
Skref 4:Kjörforeldrarnir fara á barnaheimilið þar sem barnið er, fá upplýsingar um barnið. Sjá barnið og taka svo ákvörðun um hvort þau ætli að ættleiða barnið eða ekki. Ţá hefst formlegt ferli í Póllandi.
Skref 5:
Fyrsta aðlögun kjörforeldra og barns. Kjörforeldrarnir búa í íbúð á barnaheimilinu í 2-3 daga. Barnaheimilið metur hvort kjörforeldrarnir eru þeir réttu fyrir barnið. Á þessum tíma er kjörforeldrunum frjálst að fara með barnið í skoðun til læknis, fara með það út eða hvað sem er, þó undir smá eftirliti. Út frá þessu er búin til formleg beiðni frá kjörforeldrunum um að fá að ættleiða barnið. Barnaheimilið sendir um leið frá sér greinargerð um málið og óskar eftir að formlegt ættleiðingarferli hefjist.
Skref 6:Foreldrar bíða og lagt fyrir rétt í fylkinu. Ţar er á endanum úrskurðað um það hvort þessi ættleiðing sé rétti kosturinn fyrir barnið.
Skref 7:Kjörforeldrum boðið í næstu aðlögun ef úrskurður réttarins er jákvæður.
Skref 8:Aðlögun í ca 5 vikur. Kjörforeldrarnir flytja inn á barnaheimilið aftur. Barnið kemur til foreldranna og er yfir nætur. Fylgst aðeins með. Kjörforeldrarnir fá svo ekki fullt umboð og frelsi með barnið fyrr en starfsmenn barnaheimilisins meta að barnið sé tilbúið (ca 3 dagar). Í framhaldinu útvega kjörforeldrar sér íbúð í nágrenninu þar sem þeir eru með barnið. Ţá er beðið eftir tíma til að mæta fyrir réttinn. Á biðtímanum kemur félagsráðgjafi á heimilið og gerir úttekt á stöðunni.
Skref 9:Kjörforeldrarnir eru boðaðir fyrir rétt og yfirheyrðir vegna ættleiðingarinnar. Í kjölfar þessarar yfirheyrslu fæst nær strax niðurstaða um hvort kjörforeldrarnir teljast hæfir eða ekki. Nokkrir dagar líða þar til kjörforeldrarnir fá formlega pappíra um að ættleiðingin sé gengin í gegn.
Umboðsmaður Alþjóðlegrar ættleiðingar í Póllandi, Dr. Michal Roza, aðstoðar við skipulag ferðanna.

KOSTNAĐUR (ekki er komin nein reynsla á ættleiðingar frá Póllandi svo ekki er hægt að gefa upp nákvæman kostnað)
Kostnaður við ættleiðingu í Póllandi skiptist gróflega í:
Gjald til Alþjóðlegrar ættleiðingar: Ekki er búið að taka ákvörðun um gjaldið
Gjald til SFC: 500 USD – ekkert gjald er greitt ef ættleitt er í gegnum SAC
Gjald til Michal Rosa: Ekki er búið að taka ákvörðun um gjald til tengiliðar í Póllandi
Flug til Póllands: um 100 þúsund per mann (heildarkostnaður)
Gisting: fer eftir vali á gististað
Ţýðingar: XX kr.
Eins og stendur, hefur enginn ættleitt frá Póllandi, og því munu þessar upplýsingar allar verða betri þegar fyrsta ættleiðingin til Íslands hefur gengið í gegn.
SKÝRSLUR
SAF: ein skýrsla á ári til 18 ára aldurs barnsins
SAC: skila þarf nokkrum framvinduskýrslum. Ekki er ljóst hversu mörgum.

Myndir af umsóknarferlum varðandi umsókn um ættleiðing barns frá Póllandi:

Ţetta eru fjórar myndir sem lýsa umsóknarferli á Íslandi, umsóknarferli í upprunalandinu, lokum biðtíma með upplýsingum um barn og loks ferðalaginu út og því sem gerist fyrst eftir að heim er komið.

Best er að hægrismella á myndirnar og skoða þær í nýjum glugga í vafranum eða hlaða þeim niður og skoða stakar á skjá eða prenta þær á pappír.

1.Pólland ÍĆ - Umsóknarferli á Íslandi. Útgáfa P0101092010

 

 

2.Pólland ÍĆ - Umsóknarferli í upprunalandi. Útgága P0201092010

 

3.Pólland ÍĆ - Biðin, endar með upplýsingum um barn. Útgáfa P0301092010

 

4.Pólland ÍĆ - Ferðalagið og fyrst eftir að heim er komið. Útgáfa P0401092010