Íslensk Ćttleiđing

Hafđu samband

Ćttleiđing frá Kólombíu

Íslensk ættleiðing er í samstarfi við ICBF, ráðuneytið sem stýrir ættleiðingum í Kólombíu. Ţarlend yfirvöld leggja áherslu á að ungir umsækjendur ættleiði yngstu börnin og hafa sett fram strangar reglur þar að lútandi.
Helstu kröfur kólombískra yfirvalda:

  • Umsækjendur á aldrinum 25 - 38 ára fá að ættleiða börn á aldrinum 0 – 35 mánaða. Umsækjendur sem eru 39 – 41 árs fá börn á aldrinum 36 – 59 mánaða þ.e. 3-4 ára. Umsækjendur 42 – 44 ára fá 5 - 6 ára gömul börn og eldri en 45 ára fá börn sem eru 7 ára og eldri. Ţetta er skv. nýlegum reglum.
  • Hjúskapur og skráð sambúð amk 3 ár, sé um skilnað að ræða þarf að senda upplýsingar um ástæðu hans.
  • Ekki er tekið við umsóknum frá fólki sem á 2 börn eða fleiri, né frá einhleypum konum nema þær sæki um að ættleiða börn eldri en 7 ára eða börn með sérþarfir.

Ţegar upplýsingar um barn koma verða væntanlegir foreldrar að leggja af stað með stuttum fyrirvara. Ţeir taka við barninu mjög fljótt eftir komu til Kólombíu en dvölin í landinu er löng, 4 vikur er algengt og á meðan dvelst fjölskyldan á gistiheimili í einhverri af stærstu borgum landsins.

Ćttleiðingarmálið fer fyrir dómstól og síðan þarf barnið að fá vegabréf og loks áritun.

ÍĆ er í samstarfi við mjög góðan lögfræðing í Bogota sem sér um pappírsmál og samskipti við yfirvöld og verður umsækjendum innan handar meðan þeir dvelja í Kólombíu.

Hægt er að ættleiða systkin í Kólombíu en biðtími er þá miklu lengri og í upphafi þarf að sækja um forsamþykki fyrir ættleiðingu tveggja barna.

Skýrslugerð:
Skila þarf skýrslum eftir heimkomu
Biðtími
Biðtími er 3,5 - 4 ár.
Kostnaður
Heildarkostnaður er um 1.500.000 með ferðum og uppihaldi í um 4 vikur og er miðað við gengi í ágúst 2008.

Ćttleiðingarstyrkir kr. 526.080 eru greiddir eftir komu barns til Íslands.

Myndir af umsóknarferlum varðandi umsókn um ættleiðing barns frá Kólumbíu:

Ţetta eru fjórar myndir sem lýsa umsóknarferli á Íslandi, umsóknarferli í upprunalandinu, lokum biðtíma með upplýsingum um barn og loks ferðalaginu út og því sem gerist fyrst eftir að heim er komið.

Best er að hægrismella á myndirnar og skoða þær í nýjum glugga í vafranum eða hlaða þeim niður og skoða stakar á skjá eða prenta þær á pappír.

1.Kolumbía ÍĆ - Umsóknarferli á Íslandi. Útgáfa K0101062010

 

2.Kolumbía ÍĆ - Umsóknarferli í upprunalandi. Útgága K0201062010

 

3.Kolumbía ÍĆ - Biðin, endar með upplýsingum um barn. Útgáfa K0301062010

 

4.Kolumbía ÍĆ- Ferðalagið og fyrst eftir að heim er komið. Útgáfa K0401062010