Íslensk Ćttleiđing

Hafđu samband

Ćttleiđing frá Kína

Samstarf Íslenskrar ættleiðingar við CCAA, kínversku ættleiðingarmiðstöðina, hófst 2001 en fyrstu börnin komu heim í maí 2002, í árslok 2007 voru komin 108 börn til Íslands.

Helstu kröfur kínverskra stjórnvalda eru eftirfarandi:

 • Umsækjendur séu orðnir 30 ára (hámarksaldur þar er 50 ár, á Íslandi 45 ára)
 • Umsækjendur séu giftir og hafi verið í a.m.k. 2 ár. Fráskildir þurfa að hafa verið í hjónabandi í a.m.k. 5 ár.
 • Umsækjendur sé heilsuhraustir og sendi nákvæmt læknisvottorð
 • Umsækjendur hafi góðar fastar tekjur og eigi eignir sem svarar 5-6 milljónum.Umsækjendur hafi framhaldsmenntun.
 • Umsækjendur hafi framhaldsmenntun.
 • Sjá nánar um ný skilyrði kínverskra stjórnvalda neðst á síðunni.

Stúlkur eru 95% kjörbarna frá Kína og yngst er hægt að sækja um barn á aldrunum 0 - 24 mánaða. Umsóknir eru sendar út fyrir amk 5 fjölskyldur í einu og má reikna með að fjölskyldurnar ferðist síðan saman til að sækja börn sín. Börnin koma frá barnaheimilum víðs vegar í Kína en öllum ættleiðingum úr landinu er stjórnað af kínversku ættleiðingarmiðstöðinni CCAA.

Væntanlegir foreldrar fljúga til Beijing og skoða sig svolítið um þar. Mögulegt er fyrir annað foreldrið að fara en verður þá að taka með skjöl með samþykki þess sem heima bíður. Síðan er farið til þeirrar borgar sem ættleitt er frá og oftast er tekið við barninu samdægurs. Gengið er frá ættleiðingarmálinu í opinberum skrifstofum, þar þarf m.a. að skrifa undir skuldbindingu þess efnis að barnið verði ekki yfirgefið. Ţá er beðið eftir vegabréfi barnsins og loks þarf vegabréfsáritun fyrir barnið. Heildartími ferðar er um tvær vikur.

Skýrslugerð

Tvær skýrslur eru gerðar eftir heimkomu barns, eftir 6 mánuði og eitt ár.

Biðtími

Biðtími 3,5 - 4  ár ef ekkert tefur, þ.e. 5 - 6 mánuði tekur að fá forsamþykki, síðan er gengið frá umsókn og hún send til Kína, þá er biðtími um 40 mánuðir þar til upplýsingar um barn koma og loks um 2 mánuðir þar til barnið kemur heim.

Kostnaður

Heildarkostnaður er um 2.500.000 - 3.000.000 krónur með ferðum og uppihaldi í 2 vikur og er miðað við gengi  í ágúst 2010. 

 Ćttleiðingarstyrkir kr. 526.080 eru greiddir eftir komu barns til Íslands

 

Nýjar reglur sem gilda fyrir umsóknir sem lagðar eru inn eftir 1. maí 2007:

I. Ćttleiðendur séu hjón, karl og kona, sem búa í traustu hjónabandi. Ef hvorugt hjónanna hefur verið gift áður þarf hjónaband að hafa varað í 2 ár, en sé um fyrri hjónabönd að ræða (hámark 2 skilnaðir) þarf hjúskapur að hafa varað í a.m.k. 5 ár.

II. Bæði eiginmaður og kona þurfa að vera orðin 30 ára en undir 50 ára aldri. Til að ættleiða barn með sérþarfir eiga bæði að vera orðin þrítug en yngri en 55 ára.

III. Bæði eiginmaður og kona verða að vera fullkomlega heilbrigð, bæði líkamlega og andlega, og mega ekki hafa eftirfarandi sjúkdóma:

 1. AIDS
 2. Geðræna sjúkdóma
 3. Smitsjúkdóma með sýkingarhættu / á smitandi stigi?
 4. Blindu eða alvarlega sjónskerðingu á báðum augum eða blindu á öðru auga og ekkert gerviauga.
 5. Heyrnarleysi báðum megin eða málstol, sé um að ræða ættleiðingu barns með samsvarandi vandamál má gefa undanþágu frá þessari reglu.
 6. Óvirka eða óstarfhæfa útlimi eða bol sökum skemmdar, útlimamissis, dofa eða lömunar, alvarlega vansköpun í andliti
 7. Alvarlega sjúkdóma sem krefjast langvarandi meðferðar og sem stytta lífslíkur, svo sem illkynja æxli, rauða úlfa (lupus erithematosus) nýrnaveiki, flogaveiki, o.fl.
 8. Stór líffæraskipti á síðustu 10 árum.
 9. Geðklofi (schizophrenia).
 10. Lyfjagjöf vegna alvarlegra geðsjúkdóma, þunglyndis, oflætis eða kvíða skal vera lokið fyrir a.m.k. 2 árum
 11. BMI (Body Mass Index) skal vera hámark 40)

IV. Annað hjónanna verður að hafa örugga atvinnu. Árlegar tekju séu a.m.k. USD 10.000 á hvern fjölskyldumeðlim að ættleidda barninu meðtöldu og nettó eign verður að ná USD 80.000. Í árstekjum mega ekki vera bætur vegna örörku, eftirlaun, atvinnuleysisbætur e.þ.h.

V. Bæði hjónin hafi menntun eftir grunnskóla, þ.e. menntaskóla, fjölbraut, iðnnám eða samsvarandi.

VI. Fjöldi barna undir 18 ára í fjölskyldunni nái ekki 5 og yngsta barnið sé a.m.k. orðið 1. árs. Sé um að ræða ættleiðingu barns með sérþarfir má gefa undan.þágu frá þessum fjölda barna undir 18. ára.

VII. Bæði eiginmaður og kona hafi ekki hlotið refsidóma, þau hafi gott siðferði, og hlýða reglum og lögum. Ţau mega ekki

 1. hafa sögu um heimilisofbeldi, kynferðisglæpi, hafa yfirgefið börn sín eða misnotað þau (þótt þau hafi ekki verið ákærð eða dæmd)
 2. Hafa sögu um eiturlyfjanotkun, svo sem opium, morfín, marijuana, kokaín, heróín, methamfetamín o.þ.h. eða neyslu lyfja vegna geðsjúkdóma sem geta valdið ávanabindingu.
 3. Hafa sögu áfengissýki á síðustu 10 árum.
 4. Ćttleiðingarumsóknir verða metnar sérstaklega ef annað hvort eiginmaður eða kona hafa færri en 3 minni háttar brot án dóms og liðin séu 10 ár síðan, eða færri en 5 umferðarlagabrot án þungrar refsingar.

VIII. Ćttleiðendur verða að hafa þekkingu og skilning á ættleiðingu og vilja gefa munaðarlausu barni hlýtt og kærleiksfullt fjölskyldulíf (eða barni með sérþarfir) með ættleiðingunni, og vilja gefa barninu góða þroskamöguleika. Ţeir hafi einnig góðan skilning á alþjóðlegum ættleiðingum og eru fullkomlega tilbúnir til að takast á við vandamál sem upp kunna að koma, svo sem hugsanleg veikindi, þroskatruflanir, aðlögunarvandamál o.þ.h.

IX. Ćttleiðendur gefi skriflega í umsóknarbréfi sínu staðfestingu á að þeir muni samþykkja eftirfylgni og gera skýrslur um eftirfylgni eins og óskað verður eftir.

X. Árafjöldi eða aldur sem gefinn er upp í bréfinu gildir frá dagsetningu þegar umsóknin er skráð inn hjá CCAA.

Annað hjónanna verður að hafa örugga atvinnu. Árlegar tekju séu a.m.k. USD 10.000 á hvern fjölskyldumeðlim að ættleidda barninu meðtöldu og nettó eign verður að ná USD 80.000

Myndir af umsóknarferlum varðandi umsókn um ættleiðing barns frá Kína:

Ţetta eru fjórar myndir sem lýsa umsóknarferli á Íslandi, umsóknarferli í upprunalandinu, lokum biðtíma með upplýsingum um barn og loks ferðalaginu út og því sem gerist fyrst eftir að heim er komið. 

Best er að hægrismella á myndirnar og skoða þær í nýjum glugga í vafranum eða hlaða þeim niður og skoða stakar á skjá eða prenta þær á pappír.

1.Kína ÍĆ - Umsóknarferli á Íslandi. Útgáfa K0101092010

2.Kína ÍĆ - Umsóknarferli í upprunalandi. Útgága K0201092010

 

3.Kína ÍĆ - Biðin, endar með upplýsingum um barn. Útgáfa K0301092010


4.Kína ÍĆ, Ferðalagið og fyrst eftir að heim er komið. Útgáfa K0401092010