Íslensk Ćttleiđing

Hafđu samband

Ćttleiđing frá Indlandi

Samstarf Íslenskrar ættleiðingar við barnaheimili í Kolkata (Kalkútta) á Indlandi hófst árið 1987. Í lok ársins 2004 höfðu verið ættleidd þaðan 154 börn til íslenskra kjörforeldra og fáein frá öðrum stöðum í Indlandi.

Börnin koma nú oftast heim um 12 - 16 mánaða gömul.

Aðbúnaður á barnaheimilinu er mjög góður miðað við indverskar aðstæður. Ţar starfa barnfóstrur og hjúkrunar-fræðingar auk læknis sem kemur daglega á heimilið. Börnin eru vön mannlegum samskiptum og aðlagast foreldrum sínum fljótt. Oft eru þau fyrirburar og veikburða í fyrstu. Árið 2001 var fyrsta árið sem fleiri drengir en stúlkur komu til Íslands, en umsækjendur geta ekki valið kyn kjörbarnsins.

Indverskir umsækjendur hafa forgang hvað verðar ættleiðingar og fá erlendir umsækjendur aðeins að ættleiða þau börn sem innlendar fjölskyldur finnast ekki fyrir.

Helstu skilyrði indverskra stjórnvalda:

  • Aldur umsækjenda sé frá 30 - 45 ár, sameiginlegur aldur væntanlegra foreldra ekki yfir 90 ár þegar þeir fá barnið til sín.
  • Hjúskapur og sambúð amk fimm ár. Aðeins er í undantekningartilfellum tekið við umsóknum frá einhleypum konum og mega þær ekki vera eldri en 35 ára þegar barnið kemur til þeirra.

Barnlausir hafa forgang og stærð fjölskyldu takmarkast við 1 - 2 börn.

Ferlið er flókið; fyrst þarf að fá staðfestingu indverskra yfirvalda á að barn sé yfirgefið og að ekki finnist indverskir kjörforeldrar fyrir það. Ţetta getur tekið a.m.k. 6 mánuði og má þá fyrst finna erlenda fjölskyldu fyrir barnið. Ţá eru upplýsingar um barnið sendar til erlendra samstarfsaðila, t.d. ÍĆ sem miðlar þeim til væntanlegra kjörforeldra, síðan eru öll dómsskjöl útbúin og umsókn send til skrifstofu CARA í Delhi, en CARA er opinber stofnun sem stjórnar öllum ættleiðingum í Indlandi.

Eftir að CARA samþykkir fer umsóknin í dómskerfið og síðan þarf að fá vegabréf fyrir barnið. Ferlið í Indlandi eftir að skjölin eru send til CARA tekur um hálft ár og á meðan bíða foreldrar eftir barni sínu.

Ćttleiðing barnsins fer fram eftir að barnið kemur til Íslands. Erlendi dómsúrskurðurinn varðar aðeins forræði barnsins og heimild til að fara með það frá Indlandi. Dvöl í landinu getur verið stutt ef fólk vill þar sem búið er að ganga frá öllu er varðar ættleiðinguna áður en kjörforeldrarnir koma til að sækja barnið, en Indland er ákaflega spennandi land að skoða.

Í undantekningartilfellum geta foreldrar látið sækja barn sitt til Indlands en félagið hvetur væntanlega foreldra til að fara og kynnast upprunalandi barnsins.

Skýrslugerð
Foreldrar skuldbinda sig til að skila skýrslum um barnið fjórum sinnum á ári í tvö ár og síðan tvisvar á ári í þrjú ár til viðbótar, fjórtán skýrslur alls.
Biðtími
Biðtími er nú um 3 ár.
Kostnaður
Heildarkostnaður er um kr. 1.500.000 með ferðum og uppihaldi í viku og er miðað við gengi í ágúst 2008.

Ćttleiðingarstyrkir kr. 526.080 eru greiddir eftir komu barns til Íslands.

Myndir af umsóknarferlum varðandi umsókn um ættleiðing barns frá Indlandi:

Ţetta eru fjórar myndir sem lýsa umsóknarferli á Íslandi, umsóknarferli í upprunalandinu, lokum biðtíma með upplýsingum um barn og loks ferðalaginu út og því sem gerist fyrst eftir að heim er komið.

Best er að hægrismella á myndirnar og skoða þær í nýjum glugga í vafranum eða hlaða þeim niður og skoða stakar á skjá eða prenta þær á pappír.

1.Indland ÍĆ - Umsóknarferli á Íslandi. Útgáfa I0101092010

 

2.Indland ÍĆ - Umsóknarferli í upprunalandi. Útgága I0201092010

 

3.Indland ÍĆ- Ferðalagið og fyrst eftir að heim er komið. Útgáfa I0301092010