═slensk Ăttlei­ing

Haf­u samband

Undirb˙ningsnßmskei­ fyrir ver­andi kj÷rforeldra

Fólki sem bíður eftir ættleiðingu er skylt að sækja fræðslunámskeið sem ÍĂ gengst fyrir, skv. reglugerð dómsmálaráðuneytisins. Einnig bjóðast væntanlegum kjörforeldrum námskeið um umönnun ungra barna og ferðanámskeið þegar nær dregur sem er sniðið fyrir hvert upprunaland og er undirbúningur fyrir ferðalagið langþráða.

Undirbúningsnámskeiðið er fyrir fólk sem er nýkomið á biðlista og er að setja umsóknarferlið í gang og hefur ekki áður ættleitt barn af erlendum uppruna eða sótt undirbúningsnámskeið um ættleiðingar. Námskeiðið leitast við að svara áleitum siðferðilegum spurningum um ættleiðingu og spurningum eins og er ættleiðing fyrir mig? Hvernig er að vera kjörforeldri, hvað er eins / hvað er öðruvísi? Hver er ábyrgð mín sem kjörforeldris? Get ég staðið undir þeirri ábyrgð? Námskeiðið kynnir aðdraganda og undirbúning ættleiðingarinnar og einnig er fjallað um líf barnsins áður en ættleiðingin á sér stað. Til þess að þátttakendur geri sér betur grein fyrir aðstæðum þeirra barna sem bíða ættleiðingar er meðal annars notast við myndband um líf barna á munaðarleysingjaheimilum erlendis. Við skoðum hvað það er sem barnaheimilisbörnin fara á mis við og hvort mögulegt er að bæta þeim það upp? Uppbygging námskeiðsins byggist mikið á virkri þátttöku þátttakenda og hvað þeir fá út úr námskeiðinu liggur í virkni þeirra sjálfra.

Nokkru fyrir námskeiðið fá þátttakendur sér að kostnaðarlausu í hendur tvö rit þau eru “Undirbúningsnámskeið fyrir umsækjendur um ættleiðingu erlends barns “ og “ Heilsufar ættleiddra barna” sem Íslensk ættleiðing hefur látið þýða og laga að íslenskum aðstæðum. Eru þátttakendur beðnir um að lesa ritin vel fyrir þátttöku á námskeiðinu enda byggir námskeiðið fyrst og fremst á virkri þátttöku umsækjenda.

Undirbúningsnámskeiðið er sniðið eftir erlendu fræðsluefni og lagað að íslenskum aðstæðum.

Á námskeiðinu er þátttakendahópurinn blandaður, óháð því frá hvaða landi ættleitt er. Námskeiðið er tvö skipti, fyrst frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 18 og síðan eftir 4 til 6 vikur á laugardegi frá kl 8 til 17.

Tímasetning næsta námskeiðs hefur ekki verið ákveðin.  Námskeiðin eru haldin á Hótel Eldhestum rétt við Hveragerði og kostar 75.000 krónur fyrir hjónin og er innifalið í því gjaldi gisting í eina nótt, morgunmatur og hádegismatur í bæði skiptin og kvöldmatur fyrri helgina. Að auki ótæpilegt magn af kaffi eða tei auk meðlætis.

Á skrifstofu Íslenskrar Ăttleiðingar er einnig að finna rit sem ÍĂ hefur gefið út um kjörfjölskylduna og kostar kr. 1500, og eru umsækjendur einnig hvattir til þess að kynna sér það rit og lofa aðstandendum væntanlegs barns einnig að lesa það.

Leiðbeinendur á námskeiðunum eru Arndís Ůorsteinsdóttir sálfræðingur og Hörður Svavarsson kennari.

Ůau eru kjörforeldrar og hafa því persónulega reynslu af ættleiðinugm. 

Skráning fer fram á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar í síma 588 1480, eða með tölvupósti í isadopt@simnet.is

Um÷nnun ungbarna

Námskeiðið fjallar um umönnun ungra barna og er ætlað fólki sem er komið framarlega á biðlista eða hefur þegar fengið upplýsingar um barn. Hér eru skoðaðar líkamlegar þarfir og umönnun barnanna eftir að við fáum þau í hendurnar, á meðan á ferðinni heim stendur og þegar heim er komið. Ůað getur verið erfitt að ferðast með ung börn, sem jafnvel hafa aldrei farið út fyrir dyr á barnaheimilinu sem þau hafa dvalið á fyrir ættleiðinguna. Ůau þurfa nú að ferðast þvert yfir heiminn og það er margt sem hægt er að gera til að ferðalagið verði auðveldara bæði fyrir börnin og foreldrana sjálfa. Taka þarf tillit til þess að börnin þurfa kannski aðra og meiri umönnun heldur en aldur þeirra segir til um.

Námskeiðið er í umsjón Kristínar Svölu Jónsdóttur sem er ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og hefur m.a. starfað á vökudeild Landspítala Háskólasjúkrahúss.

Fer­anßmskei­

Ferðanámskeið fjallar um ferðalagið sjálft. Ůví er hópnum skipt upp eftir löndum og hver fundur helgaður einu landi. Hér er fjallað um nauðsynlegan farangur, ferlið í viðkomandi landi, aðstæður á barnaheimilunum, gjaldeyrismál, hvernig maður ber sig að í löndum með gjörólíka menningu, hvað skal forðast og hvað eina sem fólki liggur á hjarta og þarf að ræða um fyrir þessa mikilvægu ferð.

Ůessi námskeið eru haldin í húsnæði ÍĂ í Ármúlanum og þau leiðir fólk með reynslu af ættleiðingarferðum til viðkomandi landa. Námskeiðsgjald er innifalið í biðlistagreiðslu. Tímasetning er ákveðin eftir aðstæðum umsækjenda.