═slensk Ăttlei­ing

Haf­u samband

Ăttlei­ingarferli­

Ăttlei­ingarferlinu mß skipta Ý tvennt: Fyrst fjalla Ýslensk yfirv÷ld um umsˇknina og ■egar umsŠkjendur hafa fengi­ forsam■ykki hÚr er gengi­ frß umsˇkn sem send er til erlendra yfirvalda.

Skrifstofan sendir lei­beiningar um hvert skref Ý ferlinu ■egar ■a­ er tÝmabŠrt. Oft breytast kr÷fur um vottor­ og m÷rg g÷gn eiga a­ vera nř ■egar ■au eru send til erlendra stjˇrnvalda og ■vÝ er best a­ ■essi vinna fari fram Ý samstarfi vi­ ═Ă.

Ferli­ innanlands

Umsækjendur greiða biðlistagjald og leggja inn umsókn til Íslenskrar ættleiðingar. Félagið sendir umsóknina ásamt tilheyrandi vottorðum til Sýslumannsins í Búðardal sem síðan sendir barnaverndarnefnd/félagsmálayfirvöldum í heimabyggð umsækjendanna beiðni um að kanna hagi þeirra. Sú vinna tekur nokkurn tíma og fer þannig fram að fólk hittir félagsráðgjafa nokkrum sinnum og ræðir við hann um ástæður ættleiðingarumsóknar, um fjölskyldu sína, æsku, menntun og atvinnu, um hjónabandið og væntingar til framtíðar með ættleiddu barni sínu. Félagsráðgjafinn skrifar síðan umsögn (skýrslu) um umsækjendur og á hún að vera góð kynning á væntanlegum kjörforeldrum og aðstæðum sem þeir geta boðið barni. Umsögnin er lögð fyrir barnaverndarnefnd sem ákveður hvort hún mælir með umsækjendunum.

Niðurstaða nefndarinnar ásamt umsögninni er síðan send Sýslumanninum í Búðardal sem tekur ákvörðun um hvort umsækjendur fá forsamþykki. Ăttleiðingarnefnd er Sýslumanninum og ráðuneytinu til ráðgjafar/aðstoðar sé um einhver vafaatriði að ræða. Í ættleiðingarnefnd sitja lögfræðingur, læknir og sálfræðingur og er hún skipuð af Dómsmálaráðherra.

Ůessi hluti ferlisins hér heima tekur oftast um fjóra til sex mánuði.

Forsamþykki er gefið út til þriggja ára og stílað á yfirvöld í ákveðnu landi. Ůar kemur fram m.a. að væntanlegir kjörforeldrar teljist hæfir til að ættleiða barn frá tilteknu erlendu ríki. Ekki er hægt að fá forsamþykki til fleiri landa í einu.  Eftir það er hægt að fá forsamþykki framlengt um eitt ár.

Ferli­ erlendis

Ůegar forsamþykki  liggur fyrir er næsta skref að ganga frá umsókn til erlendra yfirvalda, safna vottorðum fyrir umsækjendur og láta þýða umsögn barnaverndaryfirvalda. Leiðbeiningar vegna þessarar vinnu fást á skrifstofu ÍĂ sem einnig aðstoðar við frágang og rétta stimplun skjala. Frágangur er mismunandi eftir löndum og allt verður að vera nákvæmlega rétt gert. Umsóknir eru alltaf sendar með DHL eða annarri hraðsendingarþjónustu.

Eftir að erlend yfirvöld fá umsóknina í hendur líður nokkur tími, mislangur eftir um hvaða land er að ræða. Síðan kemur að því að væntanlegir foreldrar fá upplýsingar um barn. Ůað eru oftast mynd ásamt læknisvottorði og upplýsingum um nafn barnsins, fæðingardag og e.t.v. einhverjar fleiri upplýsingar ef til eru. Væntanlegir foreldrar skrifa þá undir yfirlýsingu um að þeir óski eftir að ættleiða þetta barn og þá tekur við ákveðinn biðtími meðan kerfið í upprunalandi barnsins lýkur við frágang málsins. Ůegar erlend yfirvöld heimila að barnið verði sótt leggja foreldrarnir síðan í mest spennandi ferð lífins, til að kynnast barni sínu og sækja það.

Íslensk ættleiðing aðstoðar fólk við undirbúning ferðarinnar og hefur útbúið ferðabækling um ferðir til þeirra landa sem félagið hefur milligöngu um ættleiðingar frá.

Eftir heimkomu barns er eftir atvikum sótt um endanlega ættleiðingu til Sýslumannsins í Búðardal eða staðfestingu þess á ættleiðingu sem átt hefur sér stað erlendis. Sé barn ættleitt innan 12 ára aldurs fær það íslenskt ríkisfang við ættleiðinguna.