═slensk Ăttlei­ing

Haf­u samband

Stjˇrn ═slenskrar Šttlei­ingar

Nöfn stjórnenda og netföng
 
Formaður:
Hörður Svavarsson - hordur (hjá) isadopt.is
 
Elín Henriksen - elinh14 (hjá) gmail.com
Vigdís Ósk Sveinsdóttir - vigdis (hjá) justice.is
Ágúst Guðmundsson - agust (hjá) medica.is
Anna Katrín Eiríksdóttir - annaka (hjá) kopavogur.is
Árni Sigurgeirsson - arnisigurgeirsson (hja) gmail.com
 
Ůeir sem vilja senda stjórnarmönnum póst, öllum í einu,
geta notað netfangið - stjorn (hjá) isadopt.is
 
Framkvæmdastjóri
er Kristinn Ingvarsson - isadopt (hjá) isadopt.is

FÚlagi­ ═slensk Šttlei­ing

Fyrsta félag kjörforeldra var stofnað í Reykjavík í janúar 1978 og kallaðist í fyrstu Ísland-Kórea. Árið 1981 var nafni þess breytt í Íslensk ættleiðing. Fljótlega var annað félag stofnað á Akureyri; Ísland-Guatemala, sem einnig vann að ættleiðingum. Árið 1983 sameinuðust félögin undir nafninu Íslensk ættleiðing og búa félagsmenn um allt land.

Meginmarkmi­ fÚlagsins

  • Að aðstoða þá sem vilja ættleiða börn af erlendum uppruna og ávallt þannig að hagsmunir barnsins sitji í fyrirrúmi.
  • Að stuðla að velferð kjörfjölskyldna.
  • Að vinna að velferðarmálum barna erlendis.

Starfið tekur mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og miðast jafnframt við siðareglur EurAdopt sem eru samtök ættleiðingarfélaga í Evrópu, Íslensk ættleiðing var eitt stofnfélaga samtakanna. Einnig er ÍĂ aðili að NAC -Nordic Adoption Council- sem eru samtök ættleiðingarfélaga á Norðurlöndunum. Aðalfundur NAC var haldinn á Íslandi árið 1999.

Félagar Íslenskrar ættleiðingar fá send fréttabréf, haldnir eru fræðslufundir og fjölskyldufundir, og á hverju ári er útilega og einnig jólaskemmtanir í Reykjavík og á Akureyri.

Sérstakir undirbúningsfundir eru fyrir fólk sem bíður eftir að ættleiða sitt fyrsta barn.

Vinnureglur um t÷lvupˇst

Teknar hafa verið í notkun vinnureglur um meðferð tölvupósts hjá Íslenskri ættleiðingu með vísan til 11. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ůar er skilgreind stefna sem Íslensk ættleiðing fylgir varðandi netvöktun. Sú stefna telst vera þáttur í öryggiskerfi félagsins, sbr. 3. gr. reglna nr. 299/2001 um öryggi persónuupplýsinga. En með netvöktun er átt við óreglubundnar athuganir vegna tilfallandi atvika og viðvarandi eða reglubundið endurtekið eftirlit félagsins með netnotkun á þess vegum.

Vinnureglurnar bera heitið: Vinnureglur um meðferð tölvupósts með endingunni isadopt.is í póstfangi og netnotkun starfsmanna og annara fulltrúa íslenskrar ættleiðingar.
Ůær heyra undir ábyrgðarsvið Húsnæðisnefndar eins og það er skilgreint í greinargerð með skipuriti félagsins en framkvæmdastjóri ber ábyrgð á framkvæmd reglnanna nema annað sé tilkynnt sérstaklega.

Vinnureglurnar má sækja í pdf skjali hér.