Íslensk Ćttleiđing

Hafđu samband

Frábćr heimsókn í barnaheimiliđ okkar á Indlandi

17.02.2013

Í dag heimsóttu Hörður Svavarsson formaður Íslenskrar ættleiðingar og Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri ÍĆ barnaheimili ISCR í Kolkata á Indlandi. Með í för voru Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra og Guðmundur Einarsson sendiherra Íslands á Indlandi, ásamt æðstu mönnum í Innanríkisráðuneytinu en það voru þau Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri.

 

 

Anju Roy og fjölskylda hennar sem rekur barnaheimilið og eru mörgum fjölskyldum á Íslandi að góðu kunn, en frá heimili þeirra hafa 160 börn verið ættleidd til Íslands, tóku á móti Íslendingunum og lýsti yfir mikilli ánægju með heimsóknina.

Heimsóknin er hluti af stærra ferðalagi ÍĆ og Innanríkisráðuneytisins til að fjalla um ættleiðingar milli Íslands og Indlands. Í vikunni verður setin ráðstefna indverskra stjórnvalda um nýjar indverskar ættleiðingarreglur en einnig verður fundað með Ráðuneyti kvenna og barna er annast ættleiðingarmálaflokkinn á Indlandi.

Í stuttu ávarpi sem Innanríkisráðherra hélt á barnaheimili Anju, lýsti hann því yfir að við værum hingað kominn til að votta starfsemi þeirra virðingu lands og þjóðar fyrir þeirra göfuga starf og farsæl samskipti í rúman aldarfjórðung við Íslenska ættleiðingu og einnig til að kanna möguleikana á að eiga áfram bein samskipti við barnaheimilið.

Ráðherrann sagði að á undanförnum árum hefði ráðuneyti hans orðið vel ljóst hve Íslensk ættleiðing leggur mikinn metnað í að standa vel við bakið á börnunum og þeim fjölskyldum sem ættleiða og af hve miklum eldmóði er unnið hjá félaginu. Ţað hefði því ekki vafist fyrir ráðuneytinu að rétt væri að leggja félaginu lið í þessu ferðalagi og hann og hans fólk væru komin hingað til Indlands og á þetta barnaheimili sem sérstakir sendiherrar félagsins.

Sameiginleg heimsókn ÍĆ og IRR lýsir vel þeim mikla áhuga og skilningi sem nú er innan ráðuneytisins og augljóst er að þessi heimsókn mun hafa mikla þýðingu fyrir Íslenska ættleiðingu í framtíðinni. Ţví eins og einum ferðalanganna varð að orði þegar við kvöddum barnaheimilið:

“Nú eru þessi börn og þeirra aðstæður svo ofboðslega raunverulegar fyrir manni”