Íslensk Ćttleiđing

Hafđu samband

ÍĆ til Indlands og ráđherrann líka

13.02.2013

Á næstu dögum halda fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar til Indlands til viðræðna um ættleiðingarmál. Barnaheimili Anju Roy verður heimsótt eins og félagsmenn vita höfum við verið í samskiptum við heimili hennar í 25 ár og þaðan hafa 160 börn komið á þessum tíma.

Einnig verða setnir fundir og ráðstefna með Indverskum ættleiðingaryfirvöldum ern viðamiklar breytingar hafa staðaið yfir á uppbyggingu indverska ættleiðingarkerfisins og á sama tíma er unnið að endurnýjun á löggildingu ÍĆ í Indlandi.

Ţað er gaman að geta þess og merki um hve gott samstarf ÍĆ er við Innanríkisráðuneytið að æðstu menn ráðuneytisins taka þátt í ferðalaginu með okkur og hefur ráðherrann sjálfur, Ögmundur Jónasson, lýst yfir sérstökum áhuga á hitta Anju framkvæmdastjóra barnaheimilisins ISCR í Kolkata.

Við væntum þess að geta sagt fréttir frá fulltrúum ÍĆ á meðana á ferðalaginu stendur.