Fjöruferð í Nauthólsvík næsta laugardag
10.05.2013
Við minnum á fjöruferðina næsta laugardag 11 maí. við ætlum að hittast á ylströndinni í Nauthólsvík klukkan 11 og hafa gaman. Munið eftir að taka með skóflur og önnur jarðvinnuverkfæri sem henta í fjöruborðinu.
Útilega ÍÆ
11.04.2013
Útilega Íslenskrar ættleiðingar verður haldin helgina 12.-14.júlí að Varmalandi í Borgarfirði.
Kynning á frambjóðendum til stjórnar ÍÆ
17.03.2013
Eins og kom fram í fundarboði verður kosið um fjögur sæti stjórnarmanna að þessu sinni. Hafa sitjandi stjórnarmenn þau Ágúst Guðmundsson, Árni Sigurgeirsson, Anna Katrín Eiríksdóttir og Vigdís Ósk Sveinsdóttir öll tilkynnt að þau gefi kost á sér til stjórnarsetu áfram og auk þeirra buðu sig fram þau Katrín Oddsdóttir og Þorkell Ingi Ingimarsson sem er núna varamaður í stjórn ÍÆ.
Straumar og stefnur á Indlandi
28.02.2013
Annar fræðslufyrirlestur ársins verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans (gamla Sjómannaskólans) þriðjudaginn 5.mars kl. 20 – 22
Aðalfundur 21. mars 2013
28.02.2013
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður í hátíðarsal Tækniskóla Íslands (gamla Sjómannaskólanum), Háteigsvegi, fimmtudaginn 21. mars 2013, kl. 20:00.
Indlandsheimsókn á enda
21.02.2013
Ráðstefnu Cara um ættleiðingar á Indlandi er nú lokið. Sendinefnd Íslendinga hefur orðið margs vísari og mun greina frá því á kynningu með félagsmönnum á næstu dögum.
Miðstjórnvaldið íslenska var í för með fulltrúum ættleiðingarfélagsins eins og komið hefur fram og það var mikils virði fyrir okkur að bæði ráðherrann okkar og ráðuneytisstjórinn höfðu tækifæri til að sitja fyrsta hluta ráðstefnunnar.